Steve Finnan

Fæðingardagur:
20. apríl 1976
Fæðingarstaður:
Limerick, Írlandi
Fyrri félög:
Fulham, Notts Co., Birmingham, Welling
Kaupverð:
£ 3500000
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2003
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Írski landsliðsmaðurinn Steve Finnan voru fyrstu kaup Gerard Houllier sumarið 2003, eftir miklar vangaveltur kom hann til Liverpool frá Fulham. Tímabilið 2003-2004 var Finnan frekar erfitt hjá nýju félagi, þar sem hann var að ná sér eftir aðgerð þegar hann kom til liðsins. Hann missti svo af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Finnan er sókndjarfur bakvörður, þó hann hafi spilað flesta leikina í upphafi tímabils 2004-2005 í stöðu hægri kantmanns. Hann lék með liði Íra á HM 2002 sem komu flestum á óvart með frábærri spilamennsku og þrátt fyrir að vera ekki í byrjunaliðinu til að byrja með, þá spilaði hann sig fljótlega inn í liðið.

Finnan byrjaði ferilinn með utandeildarliðinu Welling, áður en hann hóf að spila með Birmingham, undir sjtórn Barry Fry og Notts County. Það var svo Liverpool góðsögnin Kevin Keegan sem keypti Steve Finnan til Fulham fyrir 600.000 pund frá Notts County í nóvember 1998. Þar átti hann eftir að slá rækilega í gegn og varð fljótlega vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins.

Tölfræðin fyrir Steve Finnan

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2003/2004 22 - 0 3 - 0 0 - 0 6 - 0 0 - 0 31 - 0
2004/2005 33 - 1 0 - 0 5 - 0 14 - 0 0 - 0 52 - 1
2005/2006 33 - 0 6 - 0 0 - 0 11 - 0 2 - 0 52 - 0
2006/2007 33 - 0 1 - 0 0 - 0 12 - 0 1 - 0 47 - 0
2007/2008 24 - 0 3 - 0 1 - 0 7 - 0 0 - 0 35 - 0
Samtals 145 - 1 13 - 0 6 - 0 50 - 0 3 - 0 217 - 1

Fréttir, greinar og annað um Steve Finnan

Fréttir

Skoða önnur tímabil