Félagsgjöld

Svona getur þú gengið frá greiðslu félagsgjaldsins:

1. Liverpool-klúbburinn notast við Abler til að halda utan um allar skráningar, auðveldast er að skrá sig þar með því að smella hér. Í gegnum Abler er hægt að uppfæra allar helstu upplýsingar, skrá skuldfærslu af korti en einnig er hægt að velja að fá greiðsluseðil í heimabankann, við sendum einnig upplýsingar á félagsmenn í gegnum Abler appið. Smelltu hér

2. Með beinni millifærslu á reikning Liverpoolklúbbins. Slíkt er hægt að framkvæma á tvennan hátt:

Leggja upphæðina beint inn á reikninginn í gegnum heimabanka á netinu. Í reitinn "Skýring greiðslu" skrifar þú kennitölu félaga. ATH, mikilvægt er að senda kvittun í tölvupósti á [email protected]. EF þú ert að greiða fyrir annan en sjálfan þig, settu þá kennitölu viðkomandi í skýringarreitinn & sendu kvittun í tölvupósti á [email protected].

Félagsgjaldið er 4000 krónur fyrir þá sem eru með fulla aðild og svo 2000 krónur fyrir hvern fjölskyldumeðlim sem er skráður undir félagsmanni sem greiðir fullt gjald.

Reikningur Liverpoolklúbbsins er:

Bankanúmer: 537 - 26 - 116662
Kennitala Liverpool-klúbbsins er: 460896-2319

Fjölskylduaðild:

Hægt er að bæta við fjölskyldumeðlimum á aðeins 2000 kr fyrir hvern einstakling.
Hafðu samband í gegnum f[email protected] ef þú vilt bæta fjölskyldumeðlimi við félagsgjaldið þitt.

Við vonum að greiðslur verði skilvísar þannig að þú, hinn almenni félagsmaður, njótir starfsins sem best í vetur. Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband við umsjónarmann félagatals á netfanginu [email protected].

ATH! Ársgjaldið sem greitt er í klúbbinn gildir frá 1. ágúst - 31. júlí.

TIL BAKA