Carra hælir Steve Finnan
Steve Finnan var nú fyrr í vikunni seldur til spænska liðsins Espanyol. Hann stóð sig með sóma hjá Liverpool og það er eftisjá í Íranum. Jamie Carragher, sem spilaði fjölda leikja við hliðina á honum í vörn Liverpool, gefur Steve hér góða umsögn og líklega taka flestir stuðningsmenn Liverpool heilshugar undir þessa umsögn.
“Hann þjónaði félaginu frábærlega. Hann og Markus Babbel eru bestu bakverðirnar sem ég hef spilað með hjá þessu félagi. Hann átti sinn þátt í sigrinum í Istanbúl og eins lék hann stórt hlutverk í að koma liðinu til Aþenu. Hann vann svo F.A. bikarinn árið 2006. Gerard Houllier gerði mjög góð kaup þegar hann keypti hann. Ég held að Steve geti verið stoltur af ferli sínum hérna hjá Liverpool."
Steve Finnan var aldrei mjög áberandi á ferli sínum hjá Liverpool en hann skilaði alltaf sínu með sóma. Sérstaklega lék hann þó vel undir stjórn Rafael Benítez og um tíma var hann einn, ef ekki besti, hægri bakvörður í Úrvalsdeildinni.
-
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður