Nágrannarígur

 

Everton Football Club var stofnað árið 1878. Everton lék fyrst á Stanley Park frá árunum 1878-82 og síðan Priory Road frá 1882-84 en árið 1884 hóf Everton að leika á Anfield og sjö árum síðar varð liðið deildarmeistari. Þá var eigandi vallarins og jafnframt forseti Everton John Houlding búinn að rúmlega tvöfalda leiguna á vellinum. Hækkun leigunnar taldi hann sanngjarna miðað við tekjur félagsins. Þessu vildi stjórn Everton ekki una og upphófst mikið valdatafl í klúbbnum sem endaði með því að leiðir skildu með Houlding og deildarmeisturunum. Houlding dó ekki ráðalaus og stofnaði sitt eigið lið sem hann kallaði einfaldlega knattspyrnufélag Liverpoolborgar og skyldi auðvitað heimavöllur þess liðs vera Anfield. Everton leitaði ekki langt yfir skammt og byggði upp nýjan völl hinumegin við Stanley Park aðeins tæpum kílómetra í burtu. En deildarmeistaratitillinn lét bíða eftir sér þrátt fyrir hinn nýja glæsilega völl og liðu 23 ár þangað til Everton vann titillinn öðru sinni, tímabilið 1914/15. En á meðan Everton beið eftir sínum öðrum titli þá vann hið nýja lið John Houlding deildina tvisvar, 1900-01 og 1905-06. Svona hófst rígurinn á milli liðanna og hann lifir góðu lífi enn þann dag í dag.

Leikir liðanna voru sérstaklega spennandi árin 1984-1988 þegar um var að ræða nánast úrslitaleiki þeirra á milli um titillinn. Lið Liverpool var meistari þrjú tímabil í röð frá 1982-84 þar til Everton sagði hingað og ekki lengra og tók meistaratignina. Lið Liverpool brást við eins og föllnum meisturum sæmir og vann titillinn tilbaka og bætti um betur með því að hirða bikarinn í leiðinni. Það mega allir giska á hverjir unnu næsta tímabil, jú þeir bláu en Liverpool lék sama leik aftur þó að Wimbledon kæmi í veg fyrir tvennuna eftirsóttu, sigur í deild og bikar. Hvorugt lið hefur verið eins sterkt síðastliðin tíu ár og hefur lið Everton oftar en einu sinni lent í baráttu við falldrauginn en deildarstaða liðanna virðist ekki skipta neinu máli þegar út í nágrannaslaginn er komið.

Nóvember 1982 var vettvangur einnar eftirminnilegustu viðureignar liðanna sem hafði svo mikil áhrif að einu erindi var bætt við "Poor Scouser Tommy", eitt þekktasta lag sem aðdáendur Liverpool syngja oft og mikið í upphitun fyrir leik á hverfispöbbunum og á meðan leik stendur og ef svo ber undir þegar fagnað er sigri eftir leik. "Poor Scouser Tommy" minnir ætíð aðdáendur Everton á þennan leik þegar Rush tók þá í bakaríið. Söngurinn fjallar um hermann frá Liverpoolborg sem berst á erlendri grundu gegn Þjóðverjum:

I'll tell you a story of a poor boy
Who was sent far away from his home
To fight for his king and his country
And also the old folks back home
So they put him in the Highland division
Sent him off to a far foreign land
Where the flies swarm around in their thousands
And there's nothing to see but the sand
Well the battle started next morning
Under the Arabian sun
I remember the poor Scouser Tommy
Who was shot by an old Nazi gun
As he lay on the battle field dying (dying dying)
With the blood rushing out of his head (of his head)
As he lay on the battle field dying (dying dying)
These were the last words he said...

"Oh I am a Liverpudlian and
I come from the Spion Kop.
I love to sing, I love to shout
I get thrown out quite a lot (every week!).
I support a team that's dressed in red
It's a team that you all know
A team that we call LIVERPOOL
To Glory we will go

Erindið sem bættist við eftir sigurinn eftirminnilega á Everton. 

We've won the league
We've won the cup
And we've been to Europe too.
We played the Toffees for a laugh
And we left them feeling blue. 5-0!
One-two one-two-three one-two-three-four 5-0!
Rush scored one, Rush scored two, 
Rush scored three and Rush scored four,
Na na na na na na na na na."

Liverpool var enskur meistari en hafði ekki enn náð sér á strik í deildinni er kom að leik þeirra við Everton í nóvember 1982. Rúmlega 52.000 manns tróðu sér inn á Goodison Park og urðu vitni að kennslustund í markaskorun frá einum besta framherja heims fyrr og síðar. Ian Rush skoraði fyrsta mark sitt á 11. mínútu og var nálægt því að bæta öðru marki við rétt fyrir leikhlé en skaut þá í slá. Neville Southall fór á kostum í marki Everton en gat ekki komið í veg fyrir þrjú mörk til viðbótar frá meistaranum sjálfum í seinni hálfleik. Rush skoraði öll mörkin í síðari hálfleik beint fyrir framan aðdáendur Liverpool enda mætti hann vel stemmdur til leiks: "Mér líkaði betur að mæta Everton á útivelli. Það var ekki einungis vegna þess að Everton sem heimaliðið fór framar á völlinn og gaf mér meira pláss heldur var það aðallega vegna aðdáenda okkar. Jafnvel þó að við höfðum einungis 10-15.000 Liverpoolaðdáendur miðað við 40.000 á heimavelli, þá virtust þeir skapa enn meiri hávaða."

Apríl 1984 - Lið Liverpool og Everton mætast í úrslitaleik Deildarbikarsins sem hét Mjólkurbikarinn þá. Þetta var söguleg stund enda í fyrsta skipti sem liðin mættust í úrslitaleik á Wembley. Stuðningsmenn beggja liða kyrjuðu "Merseyside, Merseyside...." þannig að bergmálaði um alla höfuðborgina. Liðin skildu jöfn 0-0 og þurftu því liðin að mætast að nýju á Maine Road í Manchester. Graeme Souness gerði út um leikinn með eftirminnilegu þrumuskoti en Everton komst einnig í úrslit FA-bikarsins og báru þar sigurorð af Watford 2-0. Tónninn var gefinn og næsta tímabil vann Everton titillinn og Evrópukeppni félagsliða.

September 1985 - Leikurinn byrjaði á ótrúlegan hátt er Kenny Dalglish skoraði frábært mark eftir aðeins 20 sekúndur. Ian Rush skoraði mark númer tvö og Steve McMahon bætti því þriðja við með þrumuskoti. Leikmenn Everton börðust af krafti í seinni hálfleik en mörk Graeme Sharp og Gary Lineker nægðu ekki til. 3-2 fór leikurinn og þáverandi landsliðsþjálfari Englendinga Bobby Robson gapti af ánægju: "Ég man ekki eftir að hafa séð betri leik á minni lífsfæddri ævi. Þetta var stórkostlegt."

Maí 1986 og 1989 - Liverpool mætti Everton í úrslitaleik á Wembley í FA-bikarnum árið 1986 og aftur þremur árum síðar. Liverpool fagnaði tvennunni 1986 og enn og aftur ásótti Ian Rush Everton og skoraði tvö mörk sem tryggði Liverpool sigur 3-1. Ástralinn Craig Johnston skoraði eitt mark. Aftur var Ian að verki árið 1989 þegar mark hans í framlengingu sem var jafnframt annað mark hans í leiknum eftir að hann kom inná sem varamaður tryggði Liverpool bikarinn með 3:2 sigri. John Aldridge skoraði hitt markið. En mönnum þótti ástæða til að minnast þessa augnablika með söng sem fluttur var í áhorfendastæðum til að minna Everton á yfirburði Liverpool: (hluti af texta "Liverbird Upon My Chest"):

Now if you go down Goodison way
Hard luck stories you hear each day,
There's not a trophy to be seen,
'Cos Liverpool have swept them clean

Now on the glorious 10th of May,
There's laughing Reds on Wembley Way,
We're full of smiles and joy you see,
It's Everton 1 and Liverpool 3

Now on the 20th of May,
Were laughing still on Wembley Way,
Those Evertonians feeling blue,
At Liverpool 3 and Everton 2.


Apríl 1987 - Everton vann titilinn en Liverpool vann þá bláu undir lok tímabilsins 3:1 á Anfield. Ian Rush skoraði tvö mörk í leiknum og jafnaði þar með met Everton-hetjunnar Dixie Dean sem skoraði 19 mörk í innbyrðisviðureignum liðanna. Dixie var enginn aukvisi en þess má geta að tímabilið 1927-28 skoraði hann alls 60 mörk í 39 leikjum og er það met sem má telja öruggt að verði aldrei slegið. En Ian Rush sló síðar met Dixie Dean í innbyrðisviðureignum liðanna og státar af alls 25 mörkum.

Mars 1988 - Keppnistímabilið 1987-88 gekk Liverpool berserksgang og vann hvern leikinn af fætur öðrum og voru menn jafnvel farnir að veðja um hvort Liverpool gæti leikið alla leiki í deildinni án þess að tapa. Liverpool gat slegið met Leeds frá 1973-74 er Leedsarar léku 29 deildarleiki án þess að tapa en þá vildi svo skemmtilega til að næstu andstæðingar Liverpool voru engir aðrir en Everton. Liverpool tapaði fyrsta deildarleik sínum á tímabilinu er Wayne Clarke skoraði eina mark Everton í 1-0 sigri og leiddist ekki Evertonaðdáendum að hafa komið í veg fyrir að Liverpool næði að slá metið.

Maí 1989 - Aðdáendur Liverpool og Everton sameinast í sorg sinni er fyrsti leikur Liverpool eftir Hillsboroughslysið er gegn Everton: Borði sem á stóð sagði allt sem segja þurfti: "THE KOP THANKS YOU ALL. WE NEVER WALKED ALONE".

Febrúar 1991- Liverpool nær forystunni fjórum sinnum en verður að sætta sig við 4-4 jafntefli í fimmtu umferð FA Cup og reyndist þetta síðasti leikur Kenny Dalglish í stjórastól Liverpool. Hann var einfaldlega búinn að fá sig fullsaddan.

Rígur liðanna tók oft á sig æði skrautlega mynd og sýnir að húmorinn hjá aðdáendum liðanna er sjaldan langt undan.

September 1964 - Markmanni Everton, Gordon West, er afhent dömutaska að gjöf vegna þess að hann gaf The Kop fingurkoss að skilnaði er hann lék á Anfield tímabilið áður. Já, The Kopites gleyma seint.

Desember 1988 - Einn Púllari fleygir hárkollu úr Kemlyn Road stúkunni beint fyrir fætur hins þunnhærða Ian Wilson hjá Everton

Jól 1965 - Jólakort allra Púllara til Evertonaðdáenda minnti þá bláu á úrslit viðureignar liðanna sem hafði átt sér stað 3 mánuðum áður.

*At this time at Christmas cheer
Is it wrong to jeer,
Because I think you're crying still
From when we won you five to nil!
So Christmas Eve when you're in bed,
Remember Santa too wears RED
And hide your blue and white rosette
Or NIL AGAIN is what you'll get!! *

TIL BAKA