Steve Finnan vongóður fyrir morgundaginn
Steve Finnan vonast til að geta leikið gegn Charlton á morgun, en hann varð að draga sig út úr írska landsliðhópnum í vikunni vegna meiðsla á hálsi. Læknaliðið á Melwood hefur verið með hann í stöðugri meðferð og hefur hún gengið mjög vel.
"Ég verð betri með hverjum deginum sem líður. Ég vonaðist til að geta verið með landsliðinu gegn Svíum en það gekk ekki eftir. Nú er þetta að lagast og ég vil gjarnan vera með í leiknum á morgun. Við verðum hins vegar að sjá hvernig æfingarnar ganga fyrst. Ef allt gengur vel ætti ég að geta verið með. Ég vil ekki missa af neinum leik núna því að það er mikið sem við þurfum að spila fyrir í tveimur bikarkeppnum og í ensku úrvalsdeildinni."
Steve var í fréttum í gær eftir að hann var ásakaður um kynþáttafordóma. Tveir áhorfendur á Old Trafford vildu meina að Steve hefði farið niðrandi orðum um Patrice Eva leikmann Manchester United í leik liðanna í janúar. Þóttust þeir hafa ráðið vafasöm ummæli Steven um Frakkann með varalestri. Steve harðneitaði þessum ásökunum í gær og sagði þær helbera lygi.
-
| Sf. Gutt
Endurtekið efni! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Áfram í undanúrslit! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning