Steve Finnan hefur staðið sig best
Steve Finnan, sem leikið hefur óaðfinnanlega undanfarnar leiktíðir, hefur staðið sig best allra varnarmanna í ensku úrvalsdeildinni það sem af er þessu tímabili, ef marka má tölfræði frá Actim Index.
Actim Index taka saman tölfræði allra leikmanna í ensku Úrvalsdeildinni og er tölfræðin reiknuð út frá mörkum, skotum, sendingum, hversu oft leikmenn rekja boltann (dribbles), tæklingum, fyrirgjöfum, vörðum skotum (markmenn), hreinsunum, vörðum skotum (útileikmenn), tími á vellinum og fjölda þeirra stiga sem lið leikmanna safnar. Til frádráttar koma svo gul og rauð spjöld sem leikmenn fá.
Finnan hefur staðið sig best allra varnarmanna í deildinni og hefur þar betur en Rio Ferdinand og Gary Neville en þeir hafa einnig þótt standa sig vel á tímabilinu.
Hér fyrir neðan er listi yfir 32 efstu leikmenn á listanum. (Gareth Barry er talinn sem miðjumaður).
1. Didier Drogba (Chelsea)
2. Cristiano Ronaldo (Man Utd)
3. Frank Lampard (Chelsea)
4. Mikel Arteta (Everton)
5. Gareth Barry (Villa)
6. Wayne Rooney (Man Utd)
7. Dimitar Berbatov (Spurs)
8. Steve Finnan (Liverpool)
9. Benni Mccarthy (Blackburn)
10. Rio Ferdinand (Man Utd)
11. El-Hadji Diouf (Bolton)
12. Gary Neville (Man Utd)
13. Ryan Giggs (Man Utd)
14. Steven Gerrard (Liverpool)
15. Edwin Van Der Sar (Man Utd)
16. Andy Johnson (Everton)
17. Marcus Hahnemann (Reading)
18. Cesc Fabregas (Arsenal)
19. Paul Scholes (Man Utd)
20. Nemanja Vidic (Man Utd)
26. Pepe Reina (Liverpool)
31. Dirk Kuyt (Liverpool)
32. Jamie Carragher (Liverpool)
-
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur

