Söngbókin

You'll never walk alone

When you walk through a storm,
Hold your head up high,
And don't be afraid of the dark.
At the end of a storm,
There's a golden sky,
And the sweet silver song of a lark.
Walk on through the wind,
Walk on through the rain,
Though your dreams be tossed and blown..
Walk on, walk on, with hope in your heart,
And you'll never walk alone....
Walk on, walk on, with hope in your heart,
And you'll never walk alone....
You'll never walk alone. 

Einkennissöngur Liverpool er eftir þá félaga Richard Rodgers og Oscar Hammerstein. Lagið er úr söngleiknum Caroussel sem var á fjölunum um 1940. Á árunum 1960-70 mátti heita að Liverpool væri höfuðborg poppsins. Fjölmargar hljómsveitir spruttu upp og urðu frægar. Allir vita um Bítlana en The Undertakers, The Searchers, The Merseybeats og Gerry and the Pacemakers. Bítlarnir náðu heimsfrægð og ódauðleika en næst þeim kom Gerry and the Pacemakers. Lög eins og "How do you do it, I like it" og "Ferry across the Mersey" náðu hátt á listum. Það var svo árið 1963 sem Gerry and the Pacemakers sem dustuðu rykið af "You'll Never walk alone" og gáfu það út. Lagið varð vinsælt og fór hátt á vinsældarlistum. Aðdáendur Liverpool, sérstaklega þeir sem stóðu á áhorfendastæðunum sem kallast the Kop fóru ekki varhluta af tónlistarmenningu Liverpoolborgar. Á the Kop rúmuðust upp undir 28.000 áhorfendur þegar mest var. Það var því myndarlegur kór sem tók lagið þegar Liverpool átti heimaleik.

"You’ll never walk alone" var aðeins eitt af fjölmörgum vinsælum lögum sem the Kop söng. Lög Bítlanna voru að sjálfsögðu í miklu uppáhaldi og það var einstakt að heyra the Kop syngja "She loves you". Söngur Kop kom meira að segja út á plötu. En "You'll never walk alone" varð lífseigast og þróaðist smám saman í einkennislag The Kop og Liverpool FC og hefur síðan verið sungið jafnt í gleði sem sorg. Frá 1965 hefur því varla farið fram sá leikur á Anfield Road án þess að "You'll never walk alone" sé sungið. Nú á dögum er lagið leikið fimm mínútur fyrir leik og um leið og lagið er að klárast hlaupa leikmennirnir út á völlinn og einstök stemmning sem myndast á Anfield sem hvetur jafnt áhorfendur sem leikmenn til dáða.

Hérna eru svo nokkrar góðar útgáfur af þessu lagi:

Sungið af The Kop (Wav skrá)

Sungið af Gerry and The Pacemakers (mp3 skrá)

Sérstök útgáfa sem var tekin upp fyrir Liverpoolklúbbinn á Íslandi (mp3 skrá)

Bjarki Elíasson fyrrverandi yfirlögregluþjónn og mikill Liverpoolaðdáandi hefur snúið hinum víðfræga söng "You'll never walk alone" yfir á íslensku:

Er þú brýst fram gegn bylnum
berðu höfuðið hátt
óttastu ei myrkrið
né ógn þess og mátt
litríkur ljósheimur bíður
og lævirkja söngurinn þíður.

Áfram, stríðum stormi gegn
áfram, strítt þó falli regn
þótt drauma þína skilji ei neinn
þú áfram, áfram ferð aleinn.
Þó aldrei ertu einn
aldrei ertu einn.

Áfram, áfram, með hugprútt hjarta
hugsaðu um framtíð bjarta
þú arkar aldrei einn.


Bjarki þýddi einkennissöng Liverpool til minningar um Helga Símonarson (f. 13. september 1895 - d. 24. ágúst 2001), elsta Liverpoolaðdáanda í víðri veröld. Helgi var einn af kennurum Bjarka í barnæsku og hefur greinilega kennt honum ýmsa góða siði. Helgi og Bjarki héldu ávallt góðu sambandi og grunar okkur að eflaust hefur Liverpool borið nokkrum sinnum á góma hjá þeim félögum í gegnum tíðina. Hér er hægt að finna viðtal Liverpoolklúbbsins við Helga sem var tekið vorið 2001.

Jökull Sævarsson Félagi nr. 1560 í Liverpoolklúbbnum kom þýðingu Bjarka áleiðis til okkar á vefstjórn liverpool.is og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Ingi Björn, sem margir þekkja sem horfa á leiki á Ölver, sendi inn aðra þýðingu á You'll Never Walk Alone. Þýðandinn er Þorsteinn Valdimarsson.

Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð
upp við ljóshvolfin björt og heið
þó steypist í gegn þér stormur og regn
og þó byrðin sé þung sem þú berð
þá stattu fast og vit fyrir víst
þú er aldrei einn á ferð.

Ef fleiri luma á góðum þýðingum á You'll Never Walk Alone, endilega sendið þær inn og við munum varðveita þær í söngbókinni okkar.

TIL BAKA