| Grétar Magnússon

Finnan finnst sárt að missa af leiknum á morgun

Finnan viðurkennir að framtíð sín hafi verið í óvissu fyrir rúmu ári síðan vegna þess að nýr stjóri var tekinn við.  Finnan gat ekki brugðist betur við áskoruninni því hann er orðinn einn besti hægri bakvörður Úrvalsdeildarinnar og sá leikmaður Liverpool sem hefur hvað mest haldið stöðugleika í leik sínum.  Í sumar var einnig talað um að Finnan yrði seldur en þær sögusagnir hafa líklegast verið gripnar úr lausu lofti.

Finnan sagði:  "Það er athyglisvert að horfa á hvernig hlutirnir hafi breyst.  Í byrjun síðasta tímabils var ég ekki viss um hvað væri að gerast, með nýjan stjóra og nýja leikmenn að koma inn.  En eins og nokkrir aðrir í minni stöðu hélt ég bara mínu striki, reyndi að einbeita mér að því að æfa vel og spila vel þegar tækifærin gáfust."

"Sem betur fer fyrir mig gengu hlutirnir upp, við náðum að komast í tvo úrslitaleiki og að sjálfsögðu unnum við Evrópubikarinn í Istanbul.  Vonandi get ég haldið áfram þessum uppgangi og spilað stórt hlutverk í þeim sigrum sem vinnast á þessu tímabili."

Fyrir utan Jamie Carragher var Finnan örugglega sá leikmaður sem bætti sig mest á síðasta tímabili.  Finnan bendir á að það sé umhverfinu sem hann vinnur í, að þakka.

"Með þeirri þjálfaragráðu sem Benitez hefur og gæði þeirra leikmanna sem maður æfir með daglega getur maður lítið annað gert en að bæta sig."

"Þegar manni gengur einnig vel í keppni eins og Meistaradeildin er þá fær maður aukið sjálfstraust og verður betri leikmaður með því að spila gegn bestu leikmönnum álfunnar."

Finnan hefur verið fastamaður í liðinu á þessu tímabili.  Honum líður illa yfir því að geta ekki tekið þátt á morgun en það er aðeins annar leikurinn sem hann missir af á tímabilinu.

"Ég meiddist kvöldið fyrir leikinn gegn Anderlecht og það er sárt að missa af leiknum á Craven Cottage aftur," segir Finnan.

"Ég missti af leiknum á síðasta tímabili vegna magakveisu og hef ekki getað spilað þarna og það er pirrandi.  Þetta er samt bara tognun og vonandi verð ég kominn til baka eftir 7-10 daga."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan