The Academy

 

Liverpool opnaði 1999 glæsilega knattspyrnuakademíu fyrir unga knattspyrnumenn í anda Ajax í Hollandi. Akademían skartar 10 knattspyrnuvöllum í fullri stærð og vallar þar sem mögulegt að leika allan ársins hring. Hótel, skyndibitastaður, verslanir, skrifstofuhúsnæði, búningsherbergi og endur­hæfingarstöð eru einnig til staðar á þessu svæði sem samsvarar um stærð 30 knattspyrnuvalla í fullri stærð. Kostnaður akademíunnar mun nema um einum og hálfum milljarði króna. Steve Heighway, snillingur á kantinum hjá Liverpool á árum áður, stjórnar akademíunni sem er í Kirkby í útjaðri Liverpool: "Það munu um 200 strákar dvelja hérna hverju sinni. Þetta er draumur sem nú er orðinn að glæsilegum veruleika. Nú hefur klúbburinn aukið aðdráttarafl fyrir efnilega stráka og við getum boðið allra efnilegustu strákunum hingað í þeirri fullvissu að við getum boðið þeim upp á aðstöðu sem hæfir þeirra hæfileikum. Við ætlum að ala upp stráka í hæsta gæðaflokki og það þýðir að við verðum að byrja snemma, um 7-8 ára aldurinn. Við þurfum skilning skólayfirvalda og foreldra. Foreldrum strákanna verða þó ekki gerð gylliboð sem hafa kannski viðgengist í boltanum í gegnum árin. Við höfum ekki einu sinni miða á völlinn upp á að bjóða þannig að slík kaupmennska mun ekki viðgangast hér í Liverpool”.    

Liverpool er fyrst liða á Englandi sem hefur opnað svo glæsilega aðstöðu og hefur því náð vænlegu forskoti á önnur lið hvað framtíðina varðar en mikilvægi þess að ala upp efnilega knattspyrnumenn er ómetanlegt og það þarf ekki annað en að líta á lið Liverpool og Man Utd sem bera glöggt merki þess. Owen, Fowler, Carragher, Gerrard, Thompson, / Beckham, Giggs, Butt, Phil og Gary Neville, Brown og Scholes. "Samvinna og samstaða strákanna á vellinum er betri en ella þar eð þeir hafa þekkt hvern annan í mörg ár. Meirihluti strákanna sem verða hérna eru frá Liverpool og nágrenni og það er mikilvægt fyrir okkur", segir Heighway. "Gerard vill stráka sem bera einstaka virðingu fyrir hefðum klúbbsins. Gerard býst við miklu af þessum strákum. Hann vill stráka sem hugsa skynsamlega, stráka sem virða hvorn annan, yfirmenn sína og aðdáendur liðsins". 

Annar mikilvægur kostur þess að ala upp sína eigin leikmenn er að kostnaðurinn sem felst í því er einungis brotabrot af því að kaupa leikmenn til liðsins. Kaupverð á leikmönnum er orðið fáránlegt og þarf ekki annað en að líta á kaup Arsenal á Jermaine Pennant frá Notts County, 15 ára gamall = 2 milljónir punda+grunur um aukagreiðslu til föður hans. Bosman-reglan ýtir enn meir undir ótímabær brotthvörf leikmanna frá félaginu sem þeir eru aldir upp hjá. Heighway hefur áhyggjur af framþróun mála: "Þegar ég var leikmaður var mikilvægast að vera á góðum nótum við framkvæmdastjórann en nú virðist sambandið við umboðsmanninn vera mikilvægara og við viljum breyta þeim hugsunarhætti. Ef samband þeirra við klúbbinn og framkvæmdastjórann er sterkara en samband þeirra við utankomandi aðila þá eru minni líkur á að þeir yfirgefi félagið þegar þeir eru á hápunkti ferils síns 26-27 ára gamlir”. 

Houllier efast ekki um mikilvægi akademíu af þessu tagi: "Zidane kom til æfingabúða franska landsliðsins 15 ára gamall. Tíu árum seinna er hann orðinn heimsmeistari. Þetta er beinn ávinningur æfingaaðstöðu þar sem allt er til staðar og fylgst með að strákarnir séu með rétta hugarfarið er þeir eru tilbúnir til atvinnumennsku hjá Liverpool. Það þarf enginn að segja mér það að ensk knattspyrna þurfi ekki vítamínssprautu eins og sú franska. Það hafa verið haldnar 8 heimsmeistarakeppnir og 8 Evrópukeppnir síðan 1966 og England hefur ekki unnið einustu þeirra. Franska landsliðið hefur tekið stórstígum framförum sl. 15 ár og það er einungis frönsku knattspyrnuakademíunni að þakka. 

 

TIL BAKA