Steve Finnan fær hrós
Ronnie Whelan viðurkennir það að hann hafði sínar efasemdir um Steve Finnan þegar hann var keyptur til Liverpool, en í dag þá vill hann helst bera hann saman við goðsögnina Phil Neal.
Ronnie Whelan: "Hann er mjög góður leikmaður og hefur verið frábær síðustu tvö tímabilin. Hann er núna lang besti hægri bakvörður Írlands og hann er einnig sá besti í Úrvalsdeildinni þessa stundina. Hann lætur ekki mikið yfir sér, aldrei notaður í fyrirsögnum blaðanna, en han vinnur frábært starf hægra megin í vörninni.
Þegar hann var keyptur til Liverpool, þá komst maður ekki hjá því að spyrja sig að því hvort hann væri virkilega nógu góður. En hann hefur bara orðið betri og betri með tímanum. Stöðugleiki hans hefur verið fyrsta flokks og það er hreinlega ekki hægt að biðja um neitt meira. Hann hefur sýnt og sannað að það voru gerð virkilega góð kaup í honum. Hann hefur tekið mjög miklum framförum sóknarlega séð og það kemur hreinlega ekkert á óvart hversu margar stoðsendingar hann hefur átt á þessu tímabili. Hann hefur lagt upp mörg mikilvæg mörk. Ofan á það, þá er hann virkilega sterkur varnarlega. Hann veit hvenær á að senda boltann og hvenær hann á að halda sinni stöðu. Ég er viss um að hann á eftir að bæta sig enn meira. Á margan hátt, þá er hann líkur Phil Neal. Hann var mjög stöðugur leikmaður og gaf alltaf 100% í alla leiki. Hann er leikmaður af þeirri gerð sem öll sigursæl lið þurfa að hafa innanborðs."
-
| Sf. Gutt
Erfitt verkefni! -
| Sf. Gutt
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu! -
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet! -
| Sf. Gutt
Spiluðum alls ekki frábærlega -
| Sf. Gutt
Jafnt í Manchester -
| Sf. Gutt
Bestur tvo mánuði í röð!