Steve Finnan leikur sinn 400. deildarleik
Steve Finnan mun leika sinn 400. leik í deildarkeppni ef hann spilar í leiknum við Manchester United á laugardaginn.
Steve Finnan, sem er þrítugur, byrjaði feril sinn hjá Birmingham árið 1995 áður en hann gekk til liðs við Notts County, upprunalega á lánssamningi.
Fulham keypti hann svo árið 1998 og var honum strax tekið vel af stuðningsmönnum Lundúnaliðsins. Steve var keyptur til Liverpool af Gerard Houllier árið 2003. Það verður að segjast að eftir komuna til Liverpool hefur Finnan leikið nánast óaðfinnanlega og verið sá leikmaður sem hefur sýnt hvað mestan stöðugleika í leik sínum.
Steve Finnan hefur spilað 173 leiki fyrir Liverpool og skorað eitt mark fyrir félagið. Hann hefur leikið 44 landsleiki fyrir Íra.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum