| Ólafur Haukur Tómasson

Finnan dreymir um að mæta United í úrslitaleiknum

Liverpool ásamt Manchester United leika í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar nú í vikunni og fara þau sitthvora leiðina í undanúrslitin.

Finnan segir allt félagið einbeita sér að því að komast í úrslitin og hann segist fá vatn í munninn við að hugsa til þess að mæta Manchester United í úrslitaleiknum.

Finnan sagði í viðtali við Sky: "Þetta gæti orðið heljarinnar leikur milli erkifjenda. Það getur gerst og ég er viss um að margt fólk hugsar um það en það eru erfiðir leikir eftir, fyrst PSV og svo Chelsea eða Valencia. En maður fær vatn í munnin við að hugsa um að mæta United."

Hann ætlar vitaskuld ekkert að taka PSV sem gefins viðureign.

Hann hélt áfram: "Við erum fimm leikjum frá því að vinna keppnina aftur og við stefnum að því. Þessir leikir gegn PSV eru mjög mikilvægir og ég held að allir leikmenn myndu ljúga ef þeir segðust ekki stefna á úrslitin og sigur í keppninni. Þú stefnir að því á byrjun keppninnar til enda.

Þar sem Evrópubikarinn er eini bikarinn sem við getum sigrað á þessu tímabili stefnum við augljóslega á því að vinna hann, og við erum í svipuðum kringumstæðum og þegar við unnum hann síðast fyrir tveimur árum.

Sigurinn á Barcelona gaf okkur sjálfstraust. Við vitum mætavel að PSV er mjög sterkt lið og þýðir ekkert að mæta þeim af hálfum krafti. Við höfum leikið gegn þeim tvisvar áður í keppninni og töpuðum hvorugum og við vitum mætavel að þetta verður ekki léttur leikur. Þeir slógu út Arsenal í síðustu umferð og liðin þekkja vel til hvors annars svo þetta verður erfiður leikur fyrir bæði lið."

Steve Finnan lék ekki með Liverpool er þeir sigruðu Arsenal 4-1 um síðastliðna helgi en hann fékk mikilvæga hvíld fyrir viðureignina í Meistaradeildinni.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan