| Ólafur Haukur Tómasson

Steve Finnan leggur landsliðsskóna á hilluna

Írski hægri bakvörðurinn Steve Finnan var rétt í þessu að tilkynna að hann sé búinn að leggja landsliðsskó sína á hilluna og muni ekki lengur gefa kost á sér í írska landsliðið. Steve hafði þetta að segja:

"Ég hef virkilega notið tíma míns með landsliðinu og er HM 2002 hápunkturinn á landsliðsferli mínum. Ég verð hins vegar 34 ára gamall þegar næsta mót verður svo það er kominn tími til að ég leggi skóna á hilluna. Það tekur nýr þjálfari við landsliðinu fljótlega sem að hefur sínar hugmyndir varðandi liðið og er það kjörið tækifæri fyrir yngri leikmennina að freista þess að komast í hópinn."

Steve Finnan sem er 31. árs gamall lék 50 landsleiki fyrir hönd Írlands. Fyrsti leikur hans með landsliðinu var í apríl árið 2000 þegar Írar mættu Grikkjum. Í leikjunum 50 skoraði hann eitt landsliðsmark sem sést á þessari mynd. Markið kom gegn Kýpur í fyrrahaust í leik sem endaði 1:1. Jafnaði Steve metin rétt í lok leiksins.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan