Djibril Cissé

Fæðingardagur:
12. ágúst 1981
Fæðingarstaður:
Arles, Frakklandi
Fyrri félög:
Auxerre
Kaupverð:
£ 14500000
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2004
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Djibril Cissé kom til Liverpool fyrir metfé, eða um 14 milljónir punda eftir að Liverpool hafði fylgst náið með honum í tvö ár. Stuttu áður en Cissé kom til liðsins ákvað stjórn Liverpool að leysa Houllier frá störfum framkvæmdastjóra og ráða í hans stað Spánverjann Rafael Benítez. En Benítez hafði í stjórnartíð sinni hjá Valencia haft áhuga á Cissé.

Cissé er af mörgum talinn með bestu sóknarmönnum Evrópu, en ferill hans hjá Liverpool byrjaði mjög illa. Þann 30. október 2004 spilaði Liverpool við Blackburn á útivelli og Cissé fótbrotnaði mjög illa eftir 39 mínútna leik og varð þar með 3 leikmaður Liverpool sem fótbrotnar gegn Blackburn á Ewood Park á tveimur tímabilum en þeir Jamie Carragher og Milan Baros fótbrotnuðu í 1 - 3 sigri Liverpool þar árið á undan.

Cissé fæddist í Arles í Frakklandi 12. ágúst 1981 og gekk til liðs við Auxerre frá bæjarliðinu Nimes 15 ára gamall. Velgengni hans byrjaði í unglingaliði Auxerre þegar liðið vann Coupe Gambradella í Frakklandi. Eftir það reis stjarna hans hratt. Hann skoraði 6 mörk fyrir franska undir 18 ára liðið árið eftir og tímabilið 2001/02 varð hann markahæstur í frönsku fyrstu deildinni með 22 mörk og kom þar með Auxerre í þriðja sæti deildarinnar, sem gaf rétt til þátttöku í Meistaradeild Evrópu.

Fyrsti A landsleikur hans var svo gegn Belgum í maí 2002 og þá var hann valinn í liðið fram yfir Nicolas Anelka fyrir heimsmeistaramótið í Japan og Suður-Kóreu um sumarið. Jafnvel þótt Frakkar hafi valdið miklum vonbrigðum á þessu móti var ekki langt að bíða þangað til Cissé bætti enn frekar við medalíusafnið sitt. Hann var í liði Auxerre sem vann bikarkeppina í Frakklandi í maí 2003 og spilaði svo líka með liði Frakka sem vann Confederations Cup mánuði síðar.

Það hefur ekki alltaf verið lognmolla í kringum Djibril Cisse, í febrúar árið 2004 var honum vísað af leikvelli í undir 21 árs landsleik Frakka og fékk hann fimm leikja bann með landsliðinu fyrir vikið og missti þar með af Evrópumótinu 2004 með Frökkum. Cissé lék sinn síðasta leik með Auxerre í maí 2004 og lauk þar með ferli sínum í Frakklandi í bili með 70 mörk í 128 leikjum.

Tölfræðin fyrir Djibril Cissé

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2004/2005 16 - 4 0 - 0 0 - 0 9 - 1 0 - 0 25 - 5
2005/2006 33 - 9 6 - 2 0 - 0 13 - 6 2 - 2 54 - 19
Samtals 49 - 13 6 - 2 0 - 0 22 - 7 2 - 2 79 - 24

Fréttir, greinar og annað um Djibril Cissé

Fréttir

Skoða önnur tímabil