| Sf. Gutt

Djibril Cissé er að verða leikfær

Djibril Cissé, sem nú er í láni hjá Marseille út leiktíðina, er á batavegi eftir fótbrotið í sumar. Djbril fótbrotnaði í æfingaleik Frakka og Kínverja rétt fyrir HM en hann gæti farið að spila á nýjan leik seinna í þessum mánuði. Sjálfur hafði þann þetta að segja. "Ég ætti að geta farið að spila um miðjan nóvember. Ég vil leggja mitt af mörkum svo Marseille komist eins ofarlega og hægt er. Ég veit að ég á eftir að ná mínu besta."

Það er gleðilegt að Djibril skuli vera á batavegi því Frakkinn hefur fengið sinn skerf af áföllum frá því hann gekk til liðs við Liverpool sumarið 2004. Þá um haustið fótbrotnaði hann illa í leik gegn Blackburn Rovers á Ewood Park. Hvað sem framtíð Djibril ber í skauti sér þá er nauðsynlegt að hann komist aftur á kreik og það sem fyrst. Það er næsta víst að Liverpool mun selja hann til Marseille en til þess að af þeim vistaskiptum geti orðið þarf Djibril að ná sér og fara að spila fótbolta á nýjan leik.

Djibril Cissé stóð sig vel á síðustu leiktíð með Liverpool og skoraði nítján mörk. Aðeins Steven Gerrard skoraði fleiri mörk eða 23. Þrjú þeirra Frakkans komu í úrslitaleikjum. Hann skoraði í tvígang eftir að hafa komið inn sem varamaður gegn CSKA Moskva í úrslitaleiknum um Stórbikarinn og lagði grunninn að 3:1 sigri. Frakkinn skoraði svo í úrslitaleik F.A. bikarsins gegn West Ham United í vor. Mark hans í þeim leik var eitt þýðingarmesta mark leiktíðarinnar því það kom Liverpool aftur inn í leikinn eftir að liðið hafði lent 0:2 undir. Liverpool vann svo í vítaspyrnukeppni eftir 3:3 jafntefli eftir framlengingu eins og allir muna. Djibril lagði því sannarlega sitt af mörkum á síðustu leiktíð. Djibril hefur leikið 79 leiki með Liverpool og skorað 24 mörk.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan