| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Cisse lánaður til Marseille
Djibril Cisse mun ganga til liðs við Marseille á lánssamningi þegar hann hefur jafnað sig af meiðslunum. Hann segir það ekki sinn vilja að fara frá félaginu en hann eigi engra kosta völ.
Líklegt er að Cisse verði búinn að jafna sig í október og mun þá ganga til liðs við Marseille. Félögin tvö hafa átt í viðræðum en Liverpool vilja frekar selja Cisse en að lána hann til að Benitez hafi meiri peninga á milli handanna. Niðurstaðan verður samt lánssamningur í eitt ár og munu Marseille sennilega hafa forkaupsrétt á Cisse að honum loknum.
Pape Diouf, stjórnarformaður Marseille, sagði á laugardag að félögin væru nálægt því að ganga frá lánssamningi með hugsanlegum kaupum í framtíðinni og Cisse er nokkuð viss um að það verði niðurstaðan.
,,Ég vil ekki fara frá Anfield en ég á engra kosta völ en að reyna að finna nýtt félag. Ég hef því ákveðið að fara til Marseille í október þegar ég er búinn að jafna mig, en þetta verður aðeins lánssamningur."
,,Ég vil að stuðningsmenn Liverpool viti sannleikann. Þeir hafa tekið svo vel á móti mér og stutt við bakið á mér. Ég vil að þeir viti að það er ekki mín ákvörðun að fara frá Liverpool."
Líklegt er að Cisse verði búinn að jafna sig í október og mun þá ganga til liðs við Marseille. Félögin tvö hafa átt í viðræðum en Liverpool vilja frekar selja Cisse en að lána hann til að Benitez hafi meiri peninga á milli handanna. Niðurstaðan verður samt lánssamningur í eitt ár og munu Marseille sennilega hafa forkaupsrétt á Cisse að honum loknum.
Pape Diouf, stjórnarformaður Marseille, sagði á laugardag að félögin væru nálægt því að ganga frá lánssamningi með hugsanlegum kaupum í framtíðinni og Cisse er nokkuð viss um að það verði niðurstaðan.
,,Ég vil ekki fara frá Anfield en ég á engra kosta völ en að reyna að finna nýtt félag. Ég hef því ákveðið að fara til Marseille í október þegar ég er búinn að jafna mig, en þetta verður aðeins lánssamningur."
,,Ég vil að stuðningsmenn Liverpool viti sannleikann. Þeir hafa tekið svo vel á móti mér og stutt við bakið á mér. Ég vil að þeir viti að það er ekki mín ákvörðun að fara frá Liverpool."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur í Þýskalandi!
Fréttageymslan