| AB

Djibril Cissé farinn til Marseille

Djibril Cissé hefur skrifað undir fimm ára samning hjá Marseille eftir að hafa verið í láni hjá liðinu alla síðustu leiktíð. Marseille greiðir 2 milljónir punda fyrir Cissé í sumar og afganginn 4 milljónir punda í lok tímabilsins næsta vor. Rafa Benítez staðfesti að kaupin væru gengin í gegn í viðtali við Liverpool Echo eftir leikinn gegn Wrexham í dag.

Cissé er feginn að vera kominn endanlega kominn aftur í frönsku deildina: "Ég er mjög ánægður með skiptin sem tókust eftir erfiðar viðræður. Ég var ávallt viðstaddur viðræður Liverpool og Marseille og vildi sýna þessum aðilum fram á að mér væri mjög mikilvægt að þessi skipti gengi í gegn. Mér líður eins og heima hjá Marseille."

Cissé lék 29 leiki fyrir Marseille á síðasta tímabili og skoraði 16 mörk, þar á meðal tvö mörk gegn Sochaux í úrslitaleik frönsku bikarkeppninnar sem Marseille tapaði reyndar í vítaspyrnukeppni. Cissé var keyptur á metupphæð til Liverpool, alls 14,5 milljónir punda frá Auxerre sumarið 2004 en aðlagaðist ekki liðsheild Liverpool nægilega vel. Hann skoraði þó 19 mörk í 54 leikjum síðara tímabil sitt hjá félaginu og alls 24 mörk í 79 leikjum.

Djibril vann þrjá titla með Liverpool. Hann varð Evrópumeistari árið 2005. Hann skoraði í vítaspyrnukeppninni gegn AC Milan. Hann átti svo stóran þátt í Stórbikarsigri Liverpool sama ár. Hann kom inná sem varamaður í leik Liverpool við CSKA Moskvu. Staðan var 1:0 fyrir Moskvuliðið þegar Djibril kom inná sem varamaður. Hann jafnaði stuttu seinna og skoraði svo aftur í framlengingu í 3:1 sigri Liverpool. Djibril varð svo bikarmeistari með Liverpool vorið 2006 þegar Liverpool vann West Ham United eftir vítaspyrnukeppni. Djibril skoraði fyrsta mark Liverpool í leiknum sem lauk 3:3.

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan