| SSteinn

Eru dagar Djibril Cissé hjá Liverpool taldir?

Rafa Benítez hefur aldrei leynt andúð sinni á því þegar leikmenn tjá sig um stöðu sína í gegnum dagblöðin.  Það varð verulegt ósætti á milli hans og Djibril Cissé fyrr í vetur þessa vegna, og skemmdi viðhorf Djibril á æfingum enn frekar fyrir sambandi þeirra á milli.  Það hefur talsvert verið rætt um hugsanlega brottför framherjans frá Liverpool FC, og virðist sem svo að leikmaðurinn hafi sjálfur skrifað endanlega undir það með ummælum sínum í dag.  Það þarf eitthvað mikið að koma til ef Djibril Cissé á eftir að spila fleiri leiki í rauðu treyjunni.  Viðhorf kappans er einfaldlega ekki að skapi Rafa Benítez.  Það verður klárlega viss söknuður af þessum litríka karakter, en vonandi kemur bara enn sterkari maður inn í hans stað.

Þetta kom fram í viðtali við Cissé í dag:

"Herra Houllier keypti mig til Liverpool en ég fékk aldrei tækifæri til að vinna með honum.  Núna er ég með þjálfara sem vill mig ekki.  Benítez notar mig ekki, þannig að mér hefur farið aftur.  Ég hef ekki traust stjórans, honum líkar ekki við mig.

Ef ég þarf að fórna einhverju fjárhagslega, þá er ég tilbúinn til þess.  Hjarta mitt er hjá Marseille, en Lyon spilar í Meistaradeildinni og er stöðugra félag.  Liverpool neitaði að láta mig fara í janúar.  Ég fékk mikið af hatursbréfum í gegnum heimasíðu mína frá Marseille stuðningsmönnum, því þeir héldu að þetta hafi allt verið mér að kenna. 

Ég held bara að ég geti ekki farið í gegnum annað tímabil eins og þetta sem var að klárast hjá mér."

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan