| Grétar Magnússon
Talið er að Djibril Cissé verði kynntur sem leikmaður Marseille á morgun. Cissé fer á lánssamningi í eitt ár og líklegt er að franska félagið vilji ganga frá kaupum á honum næsta sumar.
Þó svo að aðeins sé um lánssamning að ræða í tilfelli Cissé er líklegt að brottför hans muni gefa Rafa Benitez meira fé til leikmannakaupa. Líklegt var talið að Lyon og Marseille myndu bjóða eitthvað í kringum 8 milljónir punda í Cissé áður en hann fótbrotnaði í leik með franska landsliðinu. Fótbrotið hefði ekki getað komið á verri tíma því Benitez var að vonast til þess að Cissé myndi standa sig vel á HM og þar með hækka í verði.
Af Dietmar Hamann er það að segja að hann hefur ákveðið að ganga ekki til liðs við Bolton og nú vonast Stuart Pearce til þess að ganga frá kaupum á honum uppá 500.000 pund í vikunni. Stjóri Bolton, Sam Allardyce, hefur gefist upp í baráttunni við að fá Hamann til liðs við sig.
TIL BAKA
Cissé til Marseille og Hamann til City

Þó svo að aðeins sé um lánssamning að ræða í tilfelli Cissé er líklegt að brottför hans muni gefa Rafa Benitez meira fé til leikmannakaupa. Líklegt var talið að Lyon og Marseille myndu bjóða eitthvað í kringum 8 milljónir punda í Cissé áður en hann fótbrotnaði í leik með franska landsliðinu. Fótbrotið hefði ekki getað komið á verri tíma því Benitez var að vonast til þess að Cissé myndi standa sig vel á HM og þar með hækka í verði.
Af Dietmar Hamann er það að segja að hann hefur ákveðið að ganga ekki til liðs við Bolton og nú vonast Stuart Pearce til þess að ganga frá kaupum á honum uppá 500.000 pund í vikunni. Stjóri Bolton, Sam Allardyce, hefur gefist upp í baráttunni við að fá Hamann til liðs við sig.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool
Fréttageymslan