| Grétar Magnússon
Svo virtist sem að Cisse hefði á einhvern hátt ögrað stuðningsmönnum Newcastle en hann segir svo ekki vera.
Cisse hefur nú útskýrt mál sitt varðandi þetta og sagði: ,,Ég ætlaði ekki að vera dónalegur. Ég var bara svo ánægður með að skora loksins mark eftir langan tíma því ég elska að skora mörk. Ég vil að það komi skýrt fram að ég virði stuðningsmenn Newcastle og ef þeim fannst ég sýna vanvirðingu gagnvart þeim þá bið ég þá auðvitað afsökunar."
,,Eins og allir sóknarmenn hjá klúbbnum hef ég verið að bíða eftir því að skora og þegar boltinn var í netinu varð ég óskaplega glaður. En ef fagnaðarlætin virtust vera óviðeigandi þá var það svo sannarlega ekki mín ætlun."
Um leikinn hafði Cisse þetta að segja: ,,Þetta var frábær frammistaða hjá okkur gegn góðu liði og þrjú stig voru mikilvægari en að ég myndi skora. Mér finnst við eiga góðan möguleika á því að ná öðru sætinu og við verðum að berjast til enda. Það sem skiptir mestu máli nú eru 8-liða úrslitin í FA bikarnum gegn Birmingham. Við vitum að það verður erfiður leikur en við höfum sjálfstraust og höldum að við getum unnið þá."
TIL BAKA
Cisse biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar

Cisse hefur nú útskýrt mál sitt varðandi þetta og sagði: ,,Ég ætlaði ekki að vera dónalegur. Ég var bara svo ánægður með að skora loksins mark eftir langan tíma því ég elska að skora mörk. Ég vil að það komi skýrt fram að ég virði stuðningsmenn Newcastle og ef þeim fannst ég sýna vanvirðingu gagnvart þeim þá bið ég þá auðvitað afsökunar."
,,Eins og allir sóknarmenn hjá klúbbnum hef ég verið að bíða eftir því að skora og þegar boltinn var í netinu varð ég óskaplega glaður. En ef fagnaðarlætin virtust vera óviðeigandi þá var það svo sannarlega ekki mín ætlun."
Um leikinn hafði Cisse þetta að segja: ,,Þetta var frábær frammistaða hjá okkur gegn góðu liði og þrjú stig voru mikilvægari en að ég myndi skora. Mér finnst við eiga góðan möguleika á því að ná öðru sætinu og við verðum að berjast til enda. Það sem skiptir mestu máli nú eru 8-liða úrslitin í FA bikarnum gegn Birmingham. Við vitum að það verður erfiður leikur en við höfum sjálfstraust og höldum að við getum unnið þá."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan