| Ólafur Haukur Tómasson

Marseille vill halda Cissé

Franski landsliðsframherjinn Djibril Cissé hefur verið átt erfiða tíma undanfarin misseri og fótbrotnaði meðal annars tvisvar illa á stuttum tíma og hefur átt erfiða tíma í vetur og verið mikið gagnrýndur fyrir tímann sinn hjá Marseille, og þrátt fyrir það hefur hann skorað fjórtán mörk það sem af er liðið tímabils en hann snéri til baka rétt eftir áramót.

Marseille hefur rétt á að kaupa Cissé á átta milljónir punda en eru ekki tilbúið að bjóða svo hátt verð fyrir hann. Tilboð uppá tæpar 5 milljónir punda er meira raunhæft að mati Marseille en félagið vill helst halda honum á láni út næsta tímabil líka og er það líklegasti kosturinn í stöðunni.

Stjórnarformaður Marseille Pape Diouf bíður eftir að hefja viðræður við Liverpool um framtíð Cissé sem ætti að ráðast von bráðar.

"Liverpool er að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og við erum að undirbúa okkur fyrir lokasprettinn í deildinni. Við viljum einbeita okkur að því og ræða svo málin að því loknu. Við viljum vita meira um næsta tímabil því það mun segja til um framtíðarplön okkar." sagði Pape Diouf við fréttaritið L'Equipe.

Cissé sem hefur skorað 24 mörk í 79 leikjum fyrir Liverpool og var í liði Liverpool sem vann Evrópubikarinn, Ofurbikar Evrópu og FA bikarinn og átti mikinn þátt í því að tryggja Liverpool sigur í þessum keppnum því hann skoraði í öllum leikjunum. Hann lék einnig til úrslita með Marseille gegn Sochaux þar sem hann skoraði tvö mörk fyrir Marseille sem tapaði í vítaspyrnukeppni. Annar lánsmaður frá Liverpool, Anthony Le Tallec lék einnig í leiknum og skoraði eitt mark fyrir Sochaux.

Framtíð Cissé er ennþá óljós og ómögulegt að segja hvar hann muni leika á næstu leiktíð en hann er eftirsóttur af nokkrum liðum í ensku Úrvalsdeildinni, þar á meðal er fyrrum Liverpool leikmaðurinn Sammy Lee og núverandi stjóri Bolton á höttunum eftir Cissé.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan