| AB

Cissé í stuði!

Djibril Cissé hefur byrjað dvöl sína hjá Marseille af krafti og forseti liðsins er hæstánægður með kappann. Jose Anigo hefur leitað logandi ljósi að markaskorara síðan hann seldi Didier Drogba til Chelsea sumarið 2004.

Cissé hefur leikið 2 leiki í byrjunarliðinu og komið einu sinni inná sem varamaður síðan hann jafnaði sig á fótbrotinu og skorað eitt mark. Hann skoraði svo þrennu gegn neðrideildarliðinu Cambrai í bikarnum í 4-1 sigri um daginn.

Anigo hrósar framherjanum í hástert: "Síðan við seldum Didier Drogba höfum við ekki haft ekta framherja eins og Djibril. Sóknarmann sem er eigingjarn, í bestu merkingu orðsins. Hann sér bara markið. Hann er alltaf að huga að skoti til að skora hvaðan sem er af vellinum alveg eins og Didier og Jean-Pierre (Papin)."

Það voru gríðarleg vonbrigði að sjá þennan hæfileikaríka leikmann ekki ná sér á strik hjá Liverpool og spilaði hugarfar hans þar helst inn í. Hann stóð sig nú ekki að öllu leyti illa enda skoraði hann 19 mörk á síðara tímabili sínu hjá Liverpool, skoraði í vítaspyrnukeppninni gegn Milan í Evrópukeppninni og eitt marka Liverpool í úrslitaleik FA-bikarsins.

Svo má að lokum geta þess að hann skoraði 7 mörk í 10 síðustu leikjum sínum hjá Liverpool sem er nú alls ekki svo slæmur árangur.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan