| Grétar Magnússon

Cissé fótbrotinn

Það á ekki af Djibril Cissé að ganga. Frakkar spiluðu æfingaleik við Kína í gær og eftir aðeins 8 mínútur féll Cissé asnalega eftir tæklingu og staðfest hefur verið að hann er fótbrotinn.

Hér er myndband af atvikinu. Ef menn eru viðkvæmir fyrir svona myndum skulið þið sleppa því að skoða þær. Þetta er ekki sett hér inn til þess að koma fólki í uppnám. Það er meira en greinilegt að hægri fóturinn brotnar. Þið getið sent heillaóskir til hans hér. [innskot ritstjóra.]

Allir muna eftir því þegar Cissé fótbrotnaði gegn Blackburn á Ewood Park árið 2004 og þetta er vissulega hræðilegt áfall fyrir kappann. Við óskum honum bata sem fyrst.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan