Cisse spilaði um helgina
Djibril Cisse spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma nú um nýliðna helgi. Hann kom inná í leik gegn Monaco og lagði upp sigurmarkið.
Cisse kom inná eftir klukkutíma leik og lagði upp mark sem Mamadou Niang skoraði í 2-1 sigri. Cisse hefur verið frá vegna fótbrots síðan í júní en hann meiddist eins og kunnugt er í æfingaleik fyrir Heimsmeistaramótið.
Cisse sagði eftir leikinn: ,,Ég er mjög ánægður, ég hélt að ég myndi aðeins fá að spila 15 til 20 mínútur. Þetta er eins og draumur sem rættist að fá að spila fyrir Marseille, ég spilaði fyrir framan mömmu mína, konu mína og vini."
,,Ég er enn ekki þessi Djibril Cisse sem allir þekkja en þetta var ánægjulegt. Ég fékk frábærar móttökur."
-
| Sf. Gutt
Baráttusigur! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Erfitt verkefni! -
| Sf. Gutt
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu! -
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet! -
| Sf. Gutt
Spiluðum alls ekki frábærlega