Cisse spilaði um helgina
Djibril Cisse spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma nú um nýliðna helgi. Hann kom inná í leik gegn Monaco og lagði upp sigurmarkið.
Cisse kom inná eftir klukkutíma leik og lagði upp mark sem Mamadou Niang skoraði í 2-1 sigri. Cisse hefur verið frá vegna fótbrots síðan í júní en hann meiddist eins og kunnugt er í æfingaleik fyrir Heimsmeistaramótið.
Cisse sagði eftir leikinn: ,,Ég er mjög ánægður, ég hélt að ég myndi aðeins fá að spila 15 til 20 mínútur. Þetta er eins og draumur sem rættist að fá að spila fyrir Marseille, ég spilaði fyrir framan mömmu mína, konu mína og vini."
,,Ég er enn ekki þessi Djibril Cisse sem allir þekkja en þetta var ánægjulegt. Ég fékk frábærar móttökur."
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum