Jerzy Dudek

Fæðingardagur:
23. mars 1973
Fæðingarstaður:
Rybnik, Póllandi
Fyrri félög:
Sokol Tychy, Feyenoord
Kaupverð:
£ 4850000
Byrjaði / keyptur:
31. ágúst 2001
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Álitinn einn af bestu markvörðum í Evrópu. Jerzy naut gríðarlegra vinsælda meðal stuðningsmanna Feyenoord enda mikill karakter. Hann var keyptur til Feyenoord árið 1996 en ári síðar var aðalmarkvörður liðsins Ed De Goey seldur til Chelsea og Dudek greip tækifærið. Hann stóð sig vel á sínu fyrsta tímabili og ári síðar var hann valinn besti markvörður hollensku deildarinnar er Feyenoord urðu meistarar 1998-1999.

"Ég hef séð marga stórkostlega markverði á 30 ára ferli mínum en Dudek er sá besti. Hæfileikar hans, andlegur styrkur og sá kraftur sem hann býr yfir er ótrúlegur. Það er augljóst að eitthvað stórlið í Evrópu á eftir að kaupa hann fyrr eða síðar." -Leo Beenhakker stjóri Feyenoord.

"Liverpool er frábært félag og ég er stoltur og ánægður að komast að hjá toppliði hjá Evrópu. Ég mun hins vegar sakna aðdáenda Feyenoord." Þess má geta að Dudek er þegar búinn að fá einkennissöng meðal stuðningsmanna Liverpool: "We've only got one red Jerzy...."

Tölfræðin fyrir Jerzy Dudek

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2001/2002 35 - 0 2 - 0 0 - 0 12 - 0 0 - 0 49 - 0
2002/2003 30 - 0 2 - 0 2 - 0 11 - 0 1 - 0 46 - 0
2003/2004 30 - 0 3 - 0 1 - 0 4 - 0 0 - 0 38 - 0
2004/2005 24 - 0 1 - 0 6 - 0 10 - 0 0 - 0 41 - 0
2005/2006 6 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 6 - 0
2006/2007 2 - 0 1 - 0 2 - 0 1 - 0 0 - 0 6 - 0
Samtals 127 - 0 9 - 0 11 - 0 38 - 0 1 - 0 186 - 0

Fréttir, greinar og annað um Jerzy Dudek

Fréttir

Skoða önnur tímabil