Rafa hvílir lykilmenn
Það er ljóst að Rafa Benítez mun ekki stilla upp sterkasta liði sínu gegn Birmingham í deildarbikarnum annað kvöld. Fjórir leikmenn léku fyrsta leik sinn fyrir Liverpool í síðustu umferð gegn Reading: Lee Peltier og Gabriel Paletta voru báðir í byrjunarliðinu þá og ekki ólíklegt að báðir fái tækifæri á ný gegn Birmingham.
Rafa segir að a.m.k. fjórir lykilmenn verði utan byrjunarliðsins gegn bláliðum: Steven Gerrard, Sami Hyypia, Luis Garcia og Jose Reina.
Hann staðfesti jafnframt að Jerzy Dudek verði í marki Liverpool en hann hefur nú afplánað þriggja leikja bann. Rafa hrósar Jerzy í hástert: "Hann lenti í smávandræðum og Pepe Reina varð fyrsti valkostur. Markmenn verða að hugsa eins og atvinnumenn. Við berum fullt traust til hans. Hann leggur hart að sér við æfingar og er mjög góður náungi. Nú fær hann tækifæri til að sýna hvað í hann er spunnið."
-
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins! -
| Sf. Gutt
Ben Doak seldur -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi