Hetjan frá Konstatínópel snýr aftur!
Hetjan frá Konstatínópel mun snúa aftur þangað og standa í marki Liverpool þar sem Pólverjinn varð goðsögn á einni kvöldstund. Rafael Benítez var í gær spurður að því á hinni opinberu vefsíðu Liverpool hvort Jerzy Dudek myndi verja mark Liverpool á Ataturk leikvanginum á þriðjudagskvöldið gegn Galatasaray. Svarið var stutt og laggott "já".
Það er sannarlega frábært að Jerzy fái tækifæri til að spila aftur á leikvanginum þar sem hann varð hetja Liverpool í úrslitaleiknum um Evrópubikarinn gegn AC Milan. Afrek Jerzy Dudek á Ataturk leikvanginum munu aldrei gleymast og fyrir þau mun hann alltaf verða einn af þeim leikmönnum Liverpool sem teljast til goðsagna í sögu félagsins.
-
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet! -
| Sf. Gutt
Spiluðum alls ekki frábærlega -
| Sf. Gutt
Jafnt í Manchester -
| Sf. Gutt
Bestur tvo mánuði í röð! -
| Sf. Gutt
Fjórir tilbúnir eftir hvíld -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir