Jerzy Dudek fer til Real Madrid
Jerzy Dudek skrifaði í dag undir samning við Real Madrid. Athygli vekur að Dudek vildi ekki dvelja lengur hjá Liverpool sökum þess að hann fékk fá tækifæri á milli stanganna og ekki aukast líkurnar á því hjá konunglega liði Madríd-borgar. Áður keppti hann við varamarkvörð spænska landsliðsins um sæti í byrjunarliðinu en nú verður hann að kljást við aðalmarkvörð Spánverja, Iker Casillas.
Rifjum upp orð hans frá maí sl.: "Ég hélt kyrru fyrir á þessu tímabili því Scott Carson var lánaður til Charlton og hagur liðsins var meiri en minn eiginn. Nú fer ég í sumar. Samningur minn er útrunninn og ég verð að spila reglulega. Mig hungrar í að spila og sætta mig við vonbrigðin yfir því að missa af HM. Ég mun ekki finna betra félag en Liverpool. Ég elska borgina og félagið."
-
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum!