| Sf. Gutt

Jerzy kominn með tilboð frá Real Madrid

Jerzy Dudek hefur staðfest að hann hafi fengið tilboð frá spænska stórveldinu Real Madrid. Pólverjinn varð laus allra mála hjá Liverpool nú í sumar. Jerzy hafði verið orðaður við lið á borð við Benfica og Real Betis en hann hefur staðfest að nú sé verið að vinna að samningi Madrídarliðið.

"Eftir vangaveltur í fjölmiðlum í dag verð ég að viðurkenna að ég hef fengið tilboð frá einu af stórkostlegustu félögum í heimi. Kannski því allra stórkostlegasta. Mér tókst að halda þessu leyndu í langan tíma því það var fyrst haft samband við mig fyrir tólf dögum eða svo. Það er mikill heiður fyrir mig að fá þetta tilboð og ég er alvarlega að íhuga það núna. Í bili get ég sagt að það er nú þegar búið að ganga frá nokkrum smáatriðum."

Það verður að segjast að það kemur nokkuð á óvart að Jerzy skuli vilja ganga til liðs við Real Madrid. Landsliðsmarkvörður Spánar Iker Casillas hefur verið í markið Real síðustu árin og ólíklegt verður að teljast að Jerzy taki stöðuna af honum. Að minnsta kosti náði Jerzy ekki að ná stöðunni af Jose Reina varamarkverði spænska landsliðsins. Á hinn bóginn má segja að þeir séu ekki margir knattspyrnumennirnir sem neita Real Madrid þegar forráðamenn félagsins banka upp á.

 

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan