| Grétar Magnússon

Brotist inn á heimili Jerzy Dudek

Leiðinlegar fréttir af Jerzy Dudek bárust í morgun er hann sagði að brotist hefði verið inná heimili hans í Liverpool.  Þjófarnir létu greipar sópa og létu ekkert í friði.

Dudek sneri heim úr fríi og komst þá að því að búið var að brjótast inn til hans.  Ekki þótti þjófunum nóg að stela hlutum af heimilinu heldur fóru þeir inní bílskúr og tóku svartan Porsche Carrera og keyrðu í burtu á honum.

Dudek og fjölskylda hans eru auðvitað niðurbrotin yfir þessu og ekki er á það bætandi að Dudek var niðurbrotinn fyrir eftir að hafa ekki verið valinn í landsliðshóp Pólverja fyrir Heimsmeistaramótið í Þýskalandi.

Meðal þeirra hluta sem var stolið voru:

  • Vinningsmedalía fyrir sigurinn í Meistaradeildinni árið 2005
  • Fleiri en 100 markmannstreyjur frá leikjum úr Úrvalsdeildinni og úr landsleikjum, m.a. treyjan úr úrslitaleik Meistaradeildarinnar, Heimsmeistarakeppninni árið 2002 og treyjan úr úrslitaleik Deildarbikarsins árið 2005.
  • Hanskapar frá úrslitaleik HM með nafni Dudeks á.
  • Fimm Adidas hanskapör frá HM einnig með nafni hans á.
  • Ýmsar medalíur, t.d. frá UEFA Super Cup, frá Deildarbikarsigri árið 2004 o.fl.
  • Myndir frá Meistaradeildinni í takmörkuðu upplagi.
  • Lítið plasma sjónvarp.
  • Tveir gullhringir
  • Liverpool treyja í takmörkuðu upplagi númeruð frá 1 og upp í 10.000
  • Frank Muller úr, í það var grafið eftirfarandi texti:  Champion´s League Winner, one of only 36 ever made
  • Rolex úr í kassa að verðmæti 2500 pund
  • Cartiga úr með eftirfarandi áletrun:  100 years of the Dutch Football Association
  • Gull Amiga úr með svörtu armbandi
  • Gucci karlmannsúr
  • Svartur Porsche Carrera, áætlað verðmæti 65.000 pund.  Númeraplötur bílsins eru pólskar, stýrið er vinstra megin og álfelgurnar eru svartar.
Eins og sjá má á þessum lista hlýtur þetta að vera mikið áfall fyrir Jerzy Dudek og fjölskyldu.  Vonandi nást þjófarnir og fá þá refsingu sem þeir eiga skilið.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan