Orð skulu standa
Það vakti mikla undrun þegar í ljós kom að Jerzy Dudek var í byrjunarliðinu gegn Arsenal en ekki Pepe Reina eins og jafnan á tímabilinu. Rafael Benítez hefur útskýrt þessa ákvörðun með því að hann hafi verið að standa við loforð sem hann gaf Pólverjanum í upphafi tímabilsins.
"Þegar tímabilið var að hefjast sagði ég við Jerzy að Pepe væri valkostur númer eitt í markinu en ég lofaði honum því að hann myndi spila í deildarbikarnum og FA-bikarnum. Þegar maður gefur loforð svíkur maður það ekki. Mér fannst hann leika ágætlega gegn Arsenal og hann hafði ekki mikið að gera ef mörkin eru undanskilin."
Dudek var í leikbanni gegn Reading í deildarbikarnum en lék svo leikinn gegn Birmingham. Ef marka má þessi orð verður Dudek einnig í marki Liverpool gegn Arsenal í deildarbikarnum á þriðjudag.
-
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands