Dudek settur út úr pólska landsliðinu
Jerzy Dudek verður ekki í pólska landsliðshópnum sem keppir á HM í Þýskalandi í sumar. Fá tækifæri með Liverpool í vetur höfðu þessar afleiðingar og verða þetta að teljast kaldhæðnisleg örlög eftir hetjudáðir hans í Istanbul fyrir ári. Þetta kemur samt á óvart í ljósi þess að Dudek var valinn í 16 manna hópinn í æfingaleik gegn Litháen fyrr í þessum mánuði.
"Dudek er mjög góður markvörður en hann hefur ekki spilað mikið í vetur og þeir sem hafa spilað reglulega með sínum félögum hafa grætt á því," sagði Pavel Janas landsliðsþjálfari Pólverja.
Það var Lukasz Fabianski, markvörður Legiu Varsjá, sem hreppi þriðja markvarðarsætið í hópnum, en hin tvö sætin skipa Artur Boruc hjá Celtic og Tomasz Kuszczak hjá West Brom.
-
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki