| Sf. Gutt
Adam Lallana náði merkum áfanga í leiknum á móti West Bromwich Albion. Leikurinn var sá 100. sem hann spilar fyrir hönd Liverpool. Hann hefur skorað 16 mörk fram til þessa.
Adam var keyptur frá Southampton sumarið 2014. Hann náði ekki að standa undir væntingum á fyrstu leiktíðinni og fannst sumum stuðningsmönnum Liverpool að Brendan Rodgers hefði keypt köttinn í sekknum því pilturinn kostaði jú 25 milljónir sterlingspunda. Hann virtist ekki vera nógu sterkur og eins skorti sjálfstraust. En öllum var ljóst að hann bjó yfir hæfileikum.
Adam fór fyrst að blómsta eftir að Jürgen Klopp tók við sem framkvæmdastjóri Liverpool fyrir ári og varð smá saman lykilmaður í liðiðnu sem líka tók framförum. Jürgen hefur oft hrósað Adam og það er ekki vafi á að Þjóðverjinn telur að þessi hæfileikaríki miðjumaður sé lykilmaður í liðinu. Trúlega eru stuðningsmenn Liverpool nú sammála um að Brendan Rodgers hafi gert góð kaup í enska landsliðsmanninum eftir allt saman!
TIL BAKA
Adam Lallana með 100 leiki

Adam Lallana náði merkum áfanga í leiknum á móti West Bromwich Albion. Leikurinn var sá 100. sem hann spilar fyrir hönd Liverpool. Hann hefur skorað 16 mörk fram til þessa.

Adam var keyptur frá Southampton sumarið 2014. Hann náði ekki að standa undir væntingum á fyrstu leiktíðinni og fannst sumum stuðningsmönnum Liverpool að Brendan Rodgers hefði keypt köttinn í sekknum því pilturinn kostaði jú 25 milljónir sterlingspunda. Hann virtist ekki vera nógu sterkur og eins skorti sjálfstraust. En öllum var ljóst að hann bjó yfir hæfileikum.

Adam fór fyrst að blómsta eftir að Jürgen Klopp tók við sem framkvæmdastjóri Liverpool fyrir ári og varð smá saman lykilmaður í liðiðnu sem líka tók framförum. Jürgen hefur oft hrósað Adam og það er ekki vafi á að Þjóðverjinn telur að þessi hæfileikaríki miðjumaður sé lykilmaður í liðinu. Trúlega eru stuðningsmenn Liverpool nú sammála um að Brendan Rodgers hafi gert góð kaup í enska landsliðsmanninum eftir allt saman!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir
Fréttageymslan