| Sf. Gutt

Í minningu

Þann 4. desember 1996 fæddist drengur í borginni Porto í Portúgal. Hann var skírður Diogo José Teixeira da Silva. Hann lést ásamt André bróður sínum í bílslysi 3. júlí núna í sumar. 

Diogo, sem síðar tók sér nafnið Jota, hefði orðið 29 ára gamall í dag. Hans og André er sárt saknað af fjölskyldu og vinum. Yngsta dóttir Diogo  og Rute eiginkonu hans varð eins árs núna á dögunum. Þau eignuðust áður tvo drengi. 

Hvíl í friði.

YNWA!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan