| Sf. Gutt

Af kvennaliðinu

Síðasta landsleikjahlé kvenna er að baki. Nú eru síðustu leikir fram að jólafríi framundan. Liverpool situr enn á botni deildarinnar. 

Fyrsti leikur Liverpool í nóvember var útileikur við Tottenham Hotspur. Liverpool tapaði 2:1. Nýr framherji Beata Olsen, sem er frá Svíþjóð, skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool. 

Í næsta leik náði Liverpool loksins sínu fyrsta sigi. Liðið gerði þá 1:1 jafntefli við Brighton á heimavelli. Beata kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik og allt stefndi í sigur þar til Brighton jafnaði í viðbótartíma. 

Næsti leikur var líka á heimavelli og nú var mótherjinn Þrennumeistari Chelsea. Meistararnir komust yfir snemma leiks en Beata jafnaði og þar við sat. Sænska stúlkan hafði þar með skorað í þriðja deildarleiknum í röð og raunar öll deildarmörk liðsins í þessari leikjahrinu. Mjög góð úrslit!

Liverpool er því enn í neðsta sæti deildarinnar. Liðið hefur ennþá ekki unnið leik og er með tvö stig eftir níu leiki.  West Ham United er næst fyrir ofan með fjögur stig. Liverpool á reyndar leik til góða á næstu lið. Þrír deildarleikir eru fram að jólafríi. Manchester City leiðir deildina. 

Ljósi punkturinn á leiktíðinni er gengi liðsins í Deildarbikarnum. Liverpool vann öruggan 1:4 útisigur á Sheffield United í síðasta leik liðsins í riðlakeppni Deildarbikarsins. Enn og aftur skoraði Beate og nú þrennu. Þetta var fjórði leikurinn í röð sem hún skoraði. Hún hafði þar með skorað sex mörk í fjórum leikjum. Mia Enderby skoraði fjórða mark Liverpool. Liverpool vann alla þrjá leiki sína í riðlinum og fór áfram í keppninni. Liverpool fær heimaleik á móti meistaraliði Chelsea í átta liða úrsitum. Sá leikur fer fram 21. desember og er síðasti leikur kvennaliðsins fyrir jólafrí.  

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan