| Sf. Gutt

Engin vandamál!

Arne Slot segir að það séu engin óleyst vandamál sem snúa að Mohamed Salah. Framkvmdastjóri Liverpool segir að ekki þurfi meira að ræða það sem gerðist eftir leikinn við Leeds United um síðustu helgi. Arne hafði meðal annars þetta að segja eftir 2:0 sigur Liverpool á Brighton í gær.

,,Frá mínum bæjardyrum séð eru engin óleyst vandamál. Hann er bara í sömu stöðu og allir aðrir leikmenn. Maður talar við leikmenn ef maður er ánægður með þá og eins ef maður er ekki sáttur. En það þarf ekkert meira að tala um það sem gerðist eftir leikinn við Leeds."

,,Hann er leikmaður Liverpool og þegar hann er hér vil ég nota hann þegar við þurfum á honum að halda. Hann byrjaði ekki í dag eins og í síðustu leikjum. En á einu og hálfu keppnistímabili byrjaði hann, held ég, hvern einasta leik. Í dag eftir að hann kom til leiks sýndi hann sitt rétta andlit. Alveg eins og maður vill sjá hann spila."

Mohamed kom inn á sem varamaður á móti Brighton í gær. Honum var sérlega vel tekið af áhorfendum á Anfield Road og spilaði sinn besta leik í margar vikur. Kannski þann besta á leiktíðinni. Hann lagði upp eitt mark og var mjög ógnandi. Hann var snarpur og ógnandi. Mohamed verður ekki til taks aftur fyrir Liverpool fyrr en á nýju ári vegna þess að hann er að fara með egypska landsliðinu í Afríkueppnina. 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan