| Sf. Gutt

Mohamed fer til Marokkó

Mohamed Salah heldur nú til Marokkó. Þar í landi fer nú Afríkukeppnin í knattspyrnu að hefjast. Opnunarleikur keppninnar fer fram 21. desember.  

Mohamed verður ekki aftur tiltækur í liði Liverpool fyrr en í janúar. Hvenær fer eftir því hversu langt Egyptaland kemst í keppninni. Riðlakeppninni lýkur á þrettándanum og svo tekur útsláttarkeppni við. Næsta víst er að Egyptar komast í útsláttarkeppnina. Úrslitaleikur keppninnar fer fram 18. janúar. Mohamed getur ekki spilað aftur með Liverpool fyrr en eftir 20. janúar fari svo að Egyptaland komist alla leið í úrslit. 

Síðasta Afríkukeppni landsliða fór fram árið 2023. Fílabeinsströndin vann þá keppni.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan