Adam Lallana

Fæðingardagur:
10. maí 1988
Fæðingarstaður:
St Albans, Englandi
Fyrri félög:
Southampton, Bournemouth (lán)
Kaupverð:
£ 23000000
Byrjaði / keyptur:
01. júlí 2014
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Lallana voru kaup númer tvö sumarið 2014.  Lallana hóf ferilinn ungur að árum hjá Bournemouth en Southampton fengu hann til liðs Akademíuna sína þar sem hann fékk sína knattspyrnumenntun ásamt ekki ómerkari mönnum en Gareth Bale, Alex Oxlade-Chamberlain og Theo Walcott.  Hann var svo 18 ára gamall þegar hann fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Southampton í leik gegn Yeovil í Deildarbikarnum, þetta var semsagt árið 2006.  Nokkrum dögum síðar lék hann sinn fyrsta deildarleik.

Áfram hélt hann að bæta við leikjum fyrir félagið en hann var svo lánaður til Bournemouth um tíma til þess að öðlast meiri reynslu og fá meiri tíma til að spila.  Það var svo tímabilið 2008-09 sem hann setti mark sitt fyrir alvöru á Southampton, hann spilaði alls 40 leiki það tímabil og skoraði eitt mark en félagið féll reyndar niður um deild það vorið.  Líklega voru það síðustu stóru vonbrigði hans hingað til en tímabilið á eftir skoraði Lallana hvorki meira né minna en 20 mörk í öllum keppnum þegar félagið rétt missti af sæti í umspili um að komast upp um deild.  Félagið vann reyndar það tímabil Football League Trophy bikarkeppnina sem er bikarkeppni neðri deilda í Englandi. Tímabilið 2010-11 náði félagið svo að komast upp í næst efstu deild og strax tímabilið þar á eftir fór félagið beint í úrvalsdeild.  Lallana var valinn í úrvalslið viðkomandi deilda þessi tvö tímabil sem félagið komst upp um deild.

Hann var svo gerður að fyrirliða félagsins fyrsta tímabil þess í Úrvalsdeild 2012-13, liðið stóð sig framar vonum og hélt sæti sínu í deildinni með því að enda í 14. sæti.  Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir England gegn Chile í nóvember árið 2013.  Á nýliðnu tímabili (2013-14) skoraði Lallana alls níu mörk og átti sex stoðsendingar í Úrvalsdeildinni er Southampton enduðu í 8. sæti deildarinnar, var hann valinn í Úrvalslið deildarinnar og tilnefndur sem einn af sex leikmönnum í valinu á leikmanni ársins af leikmannasamtökum Englands.

Það var svo þann 1. júlí 2014 sem hann var tilkynntur sem leikmaður Liverpool.

Tölfræðin fyrir Adam Lallana

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2014/2015 27 - 5 4 - 1 4 - 0 6 - 0 0 - 0 41 - 6
2015/2016 30 - 4 0 - 0 6 - 0 13 - 3 0 - 0 49 - 7
2016/2017 31 - 8 1 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 35 - 8
2017/2018 12 - 0 1 - 0 0 - 0 2 - 0 0 - 0 15 - 0
2018/2019 13 - 0 0 - 0 0 - 0 3 - 0 0 - 0 16 - 0
2019/2020 15 - 1 2 - 0 2 - 0 0 - 0 3 - 0 22 - 1
Samtals 128 - 18 8 - 1 15 - 0 24 - 3 3 - 0 178 - 22

Fréttir, greinar og annað um Adam Lallana

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil