| Sf. Gutt

Dregið í FA bikarnum

Dregið hefur verið til þriðju umferðar FA bikarsins. Liverpool fær heimaleik og það er að sjálfsögðu fyrir öllu. Mótherji Liverpool er Barnsley. Liðin mætast aðra helgina á nýju ári.

Barnsley er í þriðju efstu deild. Liðið er sem stendur í 10. sæti af 24 liðum. Liðin mættust síðast í FA bikarnum á leiktíðinni 2007/08. Barnsley vann þá gríðarlega óvæntan sigur 1:2 á Anfield Road. Kominn er tími til að bæta fyrir það!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan