| Sf. Gutt

Svona er Scott Carson!

Svona er Scott Carson! Að minnsta kosti eftir því sem Nigel Reo-Coker fyrirliði West Ham United og enska undir 21. árs landsiðsins segir. Enska liðið er nú um stundir að keppa um Evrópumeistaratitilinn í þessum aldursflokki. Af því tilefni lýsti Nigel liðsfélögum sínum á heimasíðu Enska knattspyrnusambandsins. Svona lýsir Nigel Scott Carson.

"Scott getur líka verið frekar hæglátur en hann er vinalegur náungi. Hann er mikill persónuleiki og vill gjarnan taka þátt í því þegar menn eru að stríða hvor öðrum. Þegar komið er inn á völlinn þá er hann frábær markvörður. Mér finnst hann vera einn sá besti sem ég hef séð í okkar aldursflokki. Framtíðin brosir við honum og ég er viss um að hann á eftir að verða númer eitt í aðallandsliðinu. Hann ætti samt að halda sig í markinu. Á æfingum er hann stundum að telja okkur trú um að hann sé snjall að spila úti á vellinum en ég veit ekki hvar hann fékk þá hugmynd! Hann er miklu betri markvöðrur en útileikmaður."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan