Mohamed kominn til baka!

Mohamed Salah er kominn til baka til Liverpool eftir Afríkumótið. Hann æfði á æfingasvæði Liverpool í morgun og fór með liðshópi Liverpool til Marseille.
Arne Slot sagði, á blaðamannafundi í dag, að Mohamed væri tilbúinn í slaginn með Liverpool gegn Marseille annað kvöld. Það er sannarlega gott að Egyptinn er kominn aftur enda ekki of margir leikmenn til taks.
Mohamed Salah gekk vel í Afríkukeppninni. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt. Reyndar misnotaði hann víti í vítaspyrnukeppni í leiknum um bronsverðlaunin. Þar tapaði Egyptaland fyrir Nígeríu og náði þar með ekki verðlaunum.
-
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Conor Bradley kominn í sumarfrí -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Stóra Harvey Elliott málið -
| Sf. Gutt
Jafnt á útivelli gegn toppliðinu -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni

