Einn miðvörður til taks!
Segja má að Liverpool hafi aðeins einn miðvörð til taks þegar liðið mætir Qarabag í Meistaradeildinni annað kvöld. Virgil van Dijk er eini miðvörður með einhverja reynslu sem getur spilað. Joe Gomez og Ibrahima Konaté verða fjarri góðu gamni.

Joe Gomez datt út eftir tap Liverpool 3:2 í Bournemouth á laugardaginn. Eins og venjulega eltir óheppnin hann. Joe meiddist eftir harkalegan árekstur við Alisson Becker þegar Bournemouth skoraði fyrsta markið í leiknum. Dæmigert! Ekki er reiknað með að Joe verði lengi frá.
Ibrahima Konate er enn hjá fjölskyldu sinni eftir að faðir hans lést á dögunum. Hann var ekki í liðshópnum sem fór til Marseille og er enn í frí. Hann er þó væntanlegur fljótlega heim til Liverpool.
Fyrir leiktíðina keypti Liverpool Giovanni Leoni, efnilegasta miðvörð Ítala, en hann sleit krossbönd í fyrsta leik sínum í haust. Hann hefði örugglega verið búinn að spila eitthvað á leiktíðinni en óheppni hans var lygileg.
Miðvörðurinn Rhys Williams er reyndar enn í leikmannahópi Liverpool. Hann hefur einu sinni verið í liðshópi Liverpool á leiktíðinni. Það er mjög ósennilegt að hann verði kallaður til.

Wataru Endo kom inn á fyrir Joe í Bournemouth á laugardaginn. Líklegt verður að teljast að hann spili við hliðina á Virgil annað kvöld. Wataru er þó nýbúinn til baka eftir meiðsli og ekki í leikæfingu. En hann getur vel leikið stöðu miðvarðar.
-
| Sf. Gutt
Svona er staðan! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Góð uppskera suður við Miðjarðarhaf! -
| Sf. Gutt
Mohamed kominn til baka! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Conor Bradley kominn í sumarfrí

