| Sf. Gutt

Fjögur lið í boði!

Liverpool tryggði sér beint áframhald í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar í gærkvöldi með því að ná þriðja sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Þar mætir Liverpool Atletico Madrid, Club Brugge, Galatasaray eða Juventus. Þessi fjögur lið fara í umspil um sæti í 16 liða úrslitum í næsta mánuði. 

Útsláttarkeppi 16 liða úrslita verður í mars. Liverpool fær heimaleik á Anfield Road í seinni leik sínum vegna þess að liðið komst beint áfram úr deildarkeppninni. 

Liverpool hefur nú þegar í keppninni leikið á móti Atletico Madrid og Galatasaray. Liverpool vann spæska liðið 3:2 á Anfield en tapaði 1:0 í Tyrklandi. Ljóst er að þrjú þessara fjögurra liða eru mjög sterk. Aðeins Club Brugge gæti talist með auðveldari mótherjum. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan