| Sf. Gutt

Af leikmannamálum

Það er fátt að frétta af leikmannamálum nema þá að tveir leikmenn sem voru um tíma orðaðir við Liverpool eru farnir til Manchester City. Um er að ræða þá Marc Guehi and Antoine Semenyo.

Marc var svo til orðinn leikmaður Liverpool í sumar en á síðustu stundu neitaði Crystal Palace miðverðinum um leyfi til að fara til Liverpool. Í raun var grátlegt að svo skyldi fara því búið var að ganga frá öllu. En núna í mánuðinum kom Manchester City til sögunnar og í dag var tilkynnt að hann væri búinn að gera samning við félagið. Liverpool þarf auðvitað sárlega á miðverði að halda því Virgil van Dijk og Ibrahima Konaté eru einu reyndu miðverðirnir sem eru til takst það sem eftir er leiktíðar. 

Antoine kom inn í vangaveltur fjölmiðla í haust og var sterklega orðaður við Liverpool. Talið var að Liverpool hefði áhuga og útherji Bournmouth hefði líka áhuga á að ganga til liðs við Englandsmeistarana. En hvernig sem það var þá er hann nú orðinn leikmaður Manchester City. 

Í raun hefur fleiri leikmenn ekki hafa verið mikið orðaðir við Liverpool það sem af er mánuðinum. Í raun ekki heldur frá því lokað var fyrir félagaskipti sumar sem leið. Það er því heldur ólíklegt að Liverpool styrki leikmannahóp sinn núna í þessum mánuði. 

Ekki er heldur líklegt að einhverjir leikmenn fari frá Liverpool. Alla vega ekki neinir úr aðalliðshópnum. 

Við sjáum hverju fram vindur.

 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan