Af Afríkukeppninni

Leikið var til úrslita í Afríkukeppninni, sem fór fram í Marokkó, í kvöld. Morokkó og Senegal léku til úrslita. Ekkert mark hafði verið skorað þegar komið var fram í viðbótartíma en þá fékk Marokkó mjög umdeilt víti. Leikmenn Senegal mótmæltu ógurlega og gengu af velli. Undan er skilinn Sadio Mané sem reyndi að koma sínum mönnum aftur til leiks. Það tókst og Brahim Díaz tók loks vítið eftir langa bið en markmaður Senegal varði. Þar með þurfti að framlengja.
Í gær léku Mohamed Salah og félagar í egypska landsliðinu um bronsverðlaun við Nígeríu. Leiknum lauk án marka og var þá gripið til vítaspyrnukeppni. Nígería hafði betur 4:2 og vann bronsið. Mohamed Salah tók fyrsta víti Egyptalands en spyrna hans var varin.
Annars átti Mohamed Salah stórgott mót. Hann skoraði fjögur mörk og var næstmarkahæstur ásamt öðrum leikmanni.
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Conor Bradley kominn í sumarfrí -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Stóra Harvey Elliott málið -
| Sf. Gutt
Jafnt á útivelli gegn toppliðinu -
| Sf. Gutt
Af Afríkukeppninni -
| Sf. Gutt
Óvíst um Hugo Ekitike -
| Sf. Gutt
Gleði og sorg

