| Sf. Gutt

Af Afríkukeppninni

Búið er að leika til undanúrslita í Afríkukeppninni. Leikirnir fóru fram í gær. Líklega hafa flestir stuðningsmenn Liverpool vonast til að Egyptaland myndi vinna keppnina en svo verður ekki. 

Egyptaland og Senegal léku fyrri undanúrslitaleikinn. Það var markalaust fram á 78. mínútu en þá skoraði Sadio Mané, fyrrum leikmaður Liverpool, sem reyndist sigurmarkið í leiknum. Þetta var 53. landsliðsmark Sadio. Mohamed Salah var að sjálfsögðu í liði Egyptalands. Hann er búinn að vera frábær í keppninni en náði sér ekki á strik í leiknum. 

Í seinni undanúrslitum spiluðu Marokkó og Nígería. Ekkert mark var skorað í leiknum og framlenging dugði ekki til að aðskilja liðin. Marokkó vann vítaspyrnukeppnina sem grípa þurfti til 4:2. 

Marokkó og Senegal leika til úrslita á sunnudaginn kemur. Egyptar og Nígeríumenn spila um bronsverðlaun á laugardag.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan