| Sf. Gutt

Svona er staðan!

Liverpool mætir Qarabag frá Aserbaísjan á Anfield Road á miðvikudagskvöldið í síðustu umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Áframhald í útsláttarkeppnina er innan seilingar. En svona er staðan.

Liverpool er, eftir sigurinn í Marseille, núna í fjórða sæti með 15 stig eftir sjö leiki. Liverpool fer beinustu leið í 16 liða úrslit með því að vinna Qarabag. Um leið sparast tveir leikir því lendi Liverpool í sæti níu til 24 þarf liðið að spila tvo umspilsleiki. 

Liverpool er öruggt með að verða í einu af 24 efstu sætunum þó svo að leiknum við Qarabag lykti með jafntefli eða tapi. Jafntefli gæti líka verið nóg til að ná í eitt af átta efstu sætunum. Áframhald með jafntefli fer eftir úrslitum í öðrum leikjum.

Sem fyrr, þegar lið hafa stöðu mála í eigin höndum, er einfaldast að vinna sigur. Vonandi næst sigur á miðvikudagskvöldið!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan