| Sf. Gutt

Sorgarfréttir

Enn berast sorgarfréttir tengdar Liverpool. Ibrahima Konaté fór ekki með liðshópi Liverpool til Marseille vegna þess að faðir hans lést.

Ibrahima Konaté greindi frá þessum sorgarfréttum á Instragam síðu sinni með þessum orðum. „Við tilheyrum öll Allah og til hans munum við aftur snúa." Foreldrar Ibrahima eru frá Malí. Fjölskyldan er sannarlega stór. Ibrahima á sjö systkini sem nú syrgja föður sinn. 

Ekki hefur verið gefið út hversu lengi Ibrahima verður í burtu. En að sjálfsögðu fær hann tíma frá skyldum sínum hjá Liverpool til að vera hjá fjölskyldu sinni í Frakklandi. 

Liverpool klúbburinn á Íslandi vottar Ibrahima Konaté og fjölskyldu hans samúð.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan