Luis Garcia

Fæðingardagur:
24. júní 1978
Fæðingarstaður:
Badalona, Spáni
Fyrri félög:
Barcelona, Valladolid, Tenerife (í láni), Atletico Madrid, Barcelona (2)
Kaupverð:
£ 6000000
Byrjaði / keyptur:
29. ágúst 2004
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Benítez var við stjórn Tenerife 2000-2001 tímabilið þegar Garcia var ein af stjörnum liðsins og hjálpaði Tenerife upp í úrvalsdeildina. Garcia skoraði 16 mörk í 40 leikjum, en hann var aðeins í láni frá Valladolid og snéri þangað aftur 2001-02, lék 27 leiki og skoraði 8 mörk. Hann fór til Atletico Madrid 2002-03 tímabilið og skoraði 6 mörk í 25 leikjum og var talinn besti leikmaður liðsins. Barcelona keypti kappann fyrir 2003-04 tímabilið. Hann var alls ekki ókunnur Barcelona því að hann var alinn upp í B-liði félagsins frá því að hann var 19 ára þar til hann varð 21 árs. Garcia lék 25 leiki og skoraði 4 mörk fyrir Barca og var einn besti leikmaður liðsins þegar það small í gang á seinni hluta tímabilsins. Hann er jafnvígur á báða fætur og getur því leikið á hægri/vinstri kanti, miðjunni eða í fremstu víglínu.

Rafael Benítez: "Luis Garcia er mjög góður leikmaður sem gefur okkur marga möguleika. Þegar þú sérð hann spila veistu að hann kann sitt fag og hann er alltaf að hugsa og framfarir hans eru mjög góðar. Ég held að við höfum keypt góðan leikmann sem stuðningsmennirnir munu njóta að horfa á. Hann er öðruvísi af því að hann getur spilað í mörgum stöðum. Hann er alltaf að vinna fyrir liðið og reynir ýmislegt og hefur frábæra eiginleika. Hann er mjög snjall og getur tekið varnarmenn á og getur látið hlutina gerast."

Sami Hyypia líkir Garcia við landa sinn Jari Litmanen fyrrum leikmann Liverpool: "Hann er lítil útgáfa af Jari Litmanen, maður sem vill hafa boltann og sendir hann vel. Hann skortir ekki sjálfstraust heldur og ef eitthvað bragð misheppnast reynir hann bara eitthvað annað."

Garcia segir Rafael Benitez eiga stóran þátt í að hjálpa honum að aðlagast. "Það er mjög mikilvægt fyrir leikmann að vita að hann hefur traust stjórans og það hef ég í Rafael Benitez. Hann þekkir leikstíl minn mjög vel, hann veit hvað ég get komið með í liðið og hann laðar það besta fram í leik mínum."

Tölfræðin fyrir Luis Garcia

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2004/2005 29 - 8 0 - 0 3 - 0 12 - 5 0 - 0 44 - 13
2005/2006 31 - 7 3 - 1 1 - 0 12 - 2 3 - 1 50 - 11
2006/2007 17 - 3 1 - 0 1 - 0 7 - 3 1 - 0 27 - 6
Samtals 77 - 18 4 - 1 5 - 0 31 - 10 4 - 1 121 - 30

Fréttir, greinar og annað um Luis Garcia

Fréttir

Skoða önnur tímabil