| SSteinn

Luis fer hvergi

Rafa Benítez batt enda á allar umræður þess efnis að Luis Garcia gæti verið á förum frá Liverpool FC.  Hann segir leikmanninn snjalla vera part af framtíðarplönum liðsins og að hann fari hvergi.

Rafa:  "Luis er í okkar langtímaplönum.  Ég er mjög ánægður með hann og ég veit að hann er mjög ánægður hjá Liverpool.  Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur og er ennþá partur af okkar framtíð.

Ef fólk er að halda því fram að hann hafi ekki náð að aðlagast aðstæðum hérna, þá er það einfaldlega rangt.  Hann hefur skorað mörg mikilvæg mörk fyrir okkur og hann vill halda áfram að skora mörk og spila vel fyrir okkur í framtíðinni."

Þá geta menn hætt að velta þessu fyrir sér, Luis Garcia er ekki á leið í burtu frá Liverpool FC.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan